NORÐURBAKKINN

Norðurbakkinn er vinalegt bókakaffi í hjarta Hafnarfjarðar. Bókakaffið dregur nafn sitt af staðsetningunni á Norðurbakka 1, en Norðurbakkinn var fram yfir miðja síðustu öld eina bryggjan í bænum. Saga hennar er samofin uppskipum og vörugeymslum frá fornu fari, sjávarútvegi og siglingum.

Norðurbakkinn – næring fyrir líkama og sál.

Kaffi og gómsætar veitingar

KAFFI OG VEITINGAR

Við leggjum áherslu á að bjóða upp á gæða kaffi. Einnig er á boðstólum ýmsar veitingar, léttvín, bjór og vinsælir kokteilar, síðdegiste, kökur og ýmis konar ljúfmeti sem kætir bragðlaukana.

Verið hjartanlega velkomin í heimsókn.

Opnunartími

Opið alla daga
frá kl. 10-18

Bækur og kaffi

Norðurbakkinn býður upp á gott kaffi og frábærar veitingar. Hjá okkur getur þú kíkt í blöðin, gluggað í bækur og upplifað notalega stemningu.

Í hjarta Hafnarfjarðar

Norðurbakki 1, 220 Hafnarfjörður

Sími: 511 1616

Góð þjónusta og notalegt andrúmsloft

Í hjarta Hafnarfjarðar

BÆKUR OG BLÖÐ

Hjá okkur getið þið notið góðra bóka, kíkt í nýjustu blöðin og tímaritin og upplifað þægilega og endurnærandi stemningu.

Við bjóðum einnig upp á nýjar og spennandi bækur ásamt því að halda lífi í eldri bókum og skjóta yfir þær skjólshúsi þangað til þær fá nýtt heimili.

NOTALEG OG GÓÐ ÞJÓNUSTA

Langar að tjá mig um þetta litla og dásamlega kaffihús. Það er virkilega notalegt og framúrskarandi góð þjónusta, kaffið er mjög gott, óþægilega girnilegar kökur og tertur en sem betur fer er boðið uppá hollt fyrir þá sem eru lítið fyrir sykur. Svo ef maður er heppinn þá er happy hour. Bónusinn er að þetta yndislega kaffihús er í mínum heimabæ.

LJÓÐAKVÖLD Í UPPÁHALDI

Frábært kaffihús og gaman að koma þarna við og þá sérstaklega á ljóðakvöldum.Kaffið og bökurnar eru í uppáhaldi hjá mér og mínum. Takk fyrir mig.

GÓMSÆTT KAFFI OG MEÐLÆTI

Yfirburðar þjónusta og rúmgott kaffihús og ekki skemmir fyrir hvað kaffið og meðlætið er gómsætt. Mæli hiklaust fyrir alla að skella sér í góðan bolla hvort sem það er kaffi eða kakó!

FRÁBÆRT KAFFIHÚS

Við mælum með þessu frábæra kaffihúsi umhverfið, þjónustan og veitingarnar algjörlega til fyrirmyndar. Þarna er algjör metnaður í gangi. Klárlega nýja uppáhalds kaffihúsið okkar og komum við langt að.

RÓMANTÍSKT OG NOTALEGT KAFFIHÚS.

Rómantískt og notalegt kaffihús – ljúffengar veitingar – klárlega mitt uppáhald í dag.

VIÐ ERUM Á FACEBOOK OG INSTAGRAM

Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum, en við setjum reglulega inn fallegar myndir af kaffi, mat og stemningunni hjá okkur þar. Þar er einnig hægt að nálgast ýmsar gagnlegar upplýsingar um Norðurbakkann.

HAFÐU SAMBAND

Sendu okkur skilaboð eða hringdu í síma 511 1616

VIÐ ERUM HÉR

Við erum staðsett á Norðurbakka 1, 220 Hafnarfirði

Title Address Description
Norðurbakkinn
220, Norðurbakki 1, 220 Hafnarfjordur, Iceland

Norðurbakkinn - Bækur og kaffihús

Sími: 511-1616
nordurbakkinn@nordurbakkinn.is 
Norðurbakki 1, 220 Hafnarfjörður

Opnunartími

Opið alla daga
frá kl. 10-18

Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum.